Loftslagspílagrímar
  • Loftslagspílagrímar
    • Hvernig gerum við þetta
    • Skila kílómetrum
  • Handbók um umhverfisstarf
    • Umhverfisstefna og aðgerðaráætlun
    • Verkfæri fyrir kirkjur >
      • Hvað hafa kirkjur gert?
      • Græn skref Umhverfisstofnunar
      • Innkaup, neysla og sorp.
      • Kirkjukaffi og aðrar uppákomur
      • Hvenær og hvernig ætti að hafa náttúrutengda guðsþjónustu?
      • Ritningarstaðir tengdir náttúrunni
      • Bænir og blessunarorð
      • Ýmis handrit að athöfnum og guðsþjónustum
      • Fyrir barnastarfið
      • Fræðsluefni og hugmyndir
    • Guðfræði
  • Grænn söfnuður
    • Regnbogabæn á föstunni
    • Heimsmarkmiðin og kristin trú
    • Tímabil sköpunarverksins
Umhverfisstefna & Aðgerðaráætlun
Verkfæri fyrir kirkjur
Guðfræði
​

HANDBÓK UM UMHVERFISSTARF:

Fræðsluefni og hugmyndir

Hvernig fjöllum við um hamfarir og óvissu en kveikjum von og trú á sama tíma?

Undanfarin ár hafa kirkjur víða um heim lagt töluvert á sig til að styðja nærsamfélagið í því stóra verkefni að ganga betur um jörðina. Hér er fjallað um verkefni norðan af Akureyri og ýmsum hugmyndum kastað fram í von um að kirkjufólk á Íslandi ígrundi hvað það geti lagt af mörkum í sínu samfélagi.

Ýmsar hugmyndir

Fræðsla um samspil kristnnar trúar, náttúru og umhverfisverndar hvílir alltaf á guðfræðilegri ígrundun, því er mikilvægt að skoða guðfræðihluta handbókarinnar.
Það vantar sárlega fræðsluefni á þessu sviði fyrir fullorðinsfræðslu, en vonin er að slíkt efni líti dagsins ljós fyrr en síðar. Hér eru nokkrar hugmyndir sem þið getið melt og íhugað hvort þær myndu henta ykkar söfnuði:
  • 12 spora starf til að losna úr hlekkjum neysluhyggju, hægt að byggja á grunni Vina í bata.
  • Náttúruíhugunar námskeið
  • Þátttaka í Veganúar, Plastlaus September eða öðrum viðburðum í samfélaginu
  • Skógræktarverkefni á kirkjulandi
  • Þátttaka í skógræktarverkefnum á vegum annarra samtaka
  • Nýta páskaföstuna til að æfa sig í að ganga vel um jörðina
  • Pílagrímagöngur, útivera, fjallgöngumessa
  • Útbúa fjölnota poka og standa að pokastöð í verslun

Fasta fyrir umhverfið í Glerárkirkju 2018

Í Noregi hefur það tíðkast um árabil að langafasta, tímabilið fyrir páska, sé notað til að leiða hugann að náttúrunni og umgengni okkar um hana. Í Glerárkirkju á Akureyri stóð prófastsdæmið að fyrirlestraröð um trú, siðfræði og umhverfismál á lönguföstu 2018. Hér að neðan má finna upptökur af fræðsluerindunum.

 Fransarnir tveir: Hér fjallar Sindri Geir Óskarsson guðfræðingur um náttúrusýn Frans páfa og fléttar saman við sögur af Frans frá Asíssí, dýrðlingi náttúrunnar.

Umhverfið, siðfræði og veganismi: Hulda B. Waage og Jóhanna Madsen vegan aktívistar ræða við Sindra Geir Óskarsson, guðfræðing.

12 sporin og náttúran: sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir ræðir það hvernig sporavinna getur stutt okkur í því að ganga betur um jörðina

Keltnesk kristni og umhverfisvænn kristindómur: Sindri Geir Óskarsson guðfræðingur ræðir um keltneska kristni og þræði í arfi kristindómsins sem geta hjálpað okkur að upphefja lífið og náttúruna.

Lífið í hafinu: Árni Finnsson hjá Náttúruverndarsamtökum Íslands fjallar um lífríki hafsins, súrnun sjávar og siðferðislegar skyldur mannkyns.

Guð og gróðurhúsaáhrif: dr. Sólveig Anna Bóasdóttir fjallar um kristna siðfræði og umhverfisvandann.

Við þurfum að vinna saman!

Við þörfnumst þess að fleiri útbúi og deili umhvefistengdu fræðsluefnið fyrir kirkjustarfið. Verið óhrædd að segja frá því sem þið eruð að gera og deila því með öðrum kirkjum.

Skoða næst:

Til baka í efnisyfirlit
Fyrir barnastarfið
Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Loftslagspílagrímar
    • Hvernig gerum við þetta
    • Skila kílómetrum
  • Handbók um umhverfisstarf
    • Umhverfisstefna og aðgerðaráætlun
    • Verkfæri fyrir kirkjur >
      • Hvað hafa kirkjur gert?
      • Græn skref Umhverfisstofnunar
      • Innkaup, neysla og sorp.
      • Kirkjukaffi og aðrar uppákomur
      • Hvenær og hvernig ætti að hafa náttúrutengda guðsþjónustu?
      • Ritningarstaðir tengdir náttúrunni
      • Bænir og blessunarorð
      • Ýmis handrit að athöfnum og guðsþjónustum
      • Fyrir barnastarfið
      • Fræðsluefni og hugmyndir
    • Guðfræði
  • Grænn söfnuður
    • Regnbogabæn á föstunni
    • Heimsmarkmiðin og kristin trú
    • Tímabil sköpunarverksins