Loftslagspílagrímar
  • Loftslagspílagrímar
    • Hvernig gerum við þetta
    • Skila kílómetrum
  • Handbók um umhverfisstarf
    • Umhverfisstefna og aðgerðaráætlun
    • Verkfæri fyrir kirkjur >
      • Hvað hafa kirkjur gert?
      • Græn skref Umhverfisstofnunar
      • Innkaup, neysla og sorp.
      • Kirkjukaffi og aðrar uppákomur
      • Hvenær og hvernig ætti að hafa náttúrutengda guðsþjónustu?
      • Ritningarstaðir tengdir náttúrunni
      • Bænir og blessunarorð
      • Ýmis handrit að athöfnum og guðsþjónustum
      • Fyrir barnastarfið
      • Fræðsluefni og hugmyndir
    • Guðfræði
  • Grænn söfnuður
    • Regnbogabæn á föstunni
    • Heimsmarkmiðin og kristin trú
    • Tímabil sköpunarverksins
Umhverfisstefna & Aðgerðaráætlun

HANDBÓK UM UMHVERFISSTARF:

Fyrir Barnastarfið

Verkfæri fyrir kirkjur
Guðfræði
​

Hvernig fjöllum við um hamfarir og óvissu en kveikjum von og trú á sama tíma?

Undanfarin ár hefur barna- og unglingastarf þjóðkirkjunnar lagt nokkra áherslu á umhverfismál. Landsmót ÆSKÞ var tileinkað efninu og Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar hefur tvisvar haft þetta þema. Það er mikilvægt að kirkjan taki þátt í að valdefla, fræða og styðja við siðferðisþroska þeirra sem munu erfa jörðina.

Græn í garði Guðs - Æskulýðsdagurinn 2014

Á efnisveitu þjóðkirkjunnar má finna dagskrá fyrir nokkrar samverur í unglingastarfi þar sem áherslan er á náttúrunni, friði og umgengni. Græn í garði Guðs var búið til í tenglsum við Æskulýðsdag þjóðkirkjunnar. Þetta efni eldist vel og því er vel hægt að nota það í heild sinni eða velja úr ákveðnar stundir til að nota. 

Litlir lærisveinar - Æskulýðsdagurinn 2019

Hér er tengill á vefsíðu Æskulýðsdagsins 2019. Dagurinn var tileinkaður sköpunarverkinu og á vefsíðunni má finna fjórar samverur sem hægt er að nota til að fjalla um umhverfismál, líffræðilega fjölbreytni, loftslagsbreytingar og trú í barna- og æskulýðsstarfi kirkjunnar. Áherslan í þessu efni er að valdefla krakkana og fræða í gegnum leiki og sögur. Í hverri stund eru 1-2 leikir sem vel væri hægt að nota staka án þess að nýta alla stundina.

Fuglahús og fuglamatarar

Lítið til fugla himinsins. Hvorki sá þeir né uppskera né safna í hlöður og faðir yðar himneskur fæðir þá. (Matt. 6:26)
Hægt er að vinna þetta verkefni yfir nokkrar vikur og um að gera að ljúka því fyrir vorið. Finnið teikningu að einföldu fuglahúsi og fuglamatara á netinu og fáið smið til að sníða til efni fyrir ykkur. Það má eflaust finna einhvern tengdan söfnuðinum sem er tilbúinn að gera þetta fyrir ykkur sem sjálfboðaliði. Skrúfið eða neglið húsin saman með krökkunum og málið þau fallega, merkið þau endilega með krossi eða öðrum táknum, smíðið jafnvel fuglakirkju.
Veljið ykkur tré, hugsanlega nálægt kirkjunni, eða á grænu svæði í hverfinu og festið fuglahúsin upp. Fuglamatarana væri gott að hafa á stöng í beði við kirkjuna eða í tré við kirkjuna. Það væri hægt að gera það að föstum punkti í barnastarfinu að gefa fuglunum eða að heimsækja fuglahúsin.
Picture

Baka brauð fyrir altarisgönguna

Til að leiða börnin inn í leyndardóm altarisgöngunnar er spennandi að baka ósýrt brauð með þeim. Til að finna uppskrift er hægt að leita að „Matzah“ eða „ósýrt brauð“ á netinu.
Hér passar að vera með hlutbundna kennslu, og útvega sér hveitiöx, alvöru eða gervi, jafnvel mynd ef annað gengur ekki upp. Hveitifræin eru mörg, en verða eitt í hveitinu og brauðinu. Þannig erum við líka eitt með hvoru öðru og sköpunarverkinu í Kristi. Þarna er tækifæri til að fjalla um það hvernig allt líf hangir saman og tengist hvoru öðru, á sama tíma og við fjöllum um altarisgönguna og gefum þeim hlutverk í guðsþjónustu sunnudagsins.
Picture

Páskalilju sérsveitin

„Og hví eruð þér áhyggjufull um klæðnað? Hyggið að liljum vallarins, hversu þær vaxa. Hvorki vinna þær né spinna.  En ég segi yður: Jafnvel Salómon í allri sinni dýrð var ekki svo búinn sem ein þeirra.“ (Matt. 6:28)
Útvegið ykkur páskalilju lauka og ræðið við krakkana í unglingastarfinu hvaða grænu svæði í hverfinu þau vilji taka yfir með blómahernaði. Farið að kvöldi til um haust og plantið laukunum, raðið þeim gjarnan skipulega eða í falleg form, við göngustíga og umferðareyjur, á grænum svæðum þar sem annars er lítið líf. Fylgist svo með þegar vorið kemur hvernig þeir lífga upp á hverfið og græna reiti sem annars væru litlausir.

Tiltekt í hverfinu

Fáið krakkana í unglingastarfinu til að skipuleggja sjálf hreinsunarverkefni í hverfinu eða fjörunni, búa til viðburð og bjóða fólki. Gefið þeim vettvang til að vera skipuleggjendur og sjá að þau geti haft áhrif til góðs. Treystið þeim til að nota sínar boðleiðir, Facebook, Instagram og Snap Chat til að auglýsa viðburðinn og verið til staðar til að styðja og leiðbeina án þess að taka verkefnið yfir. Hér væri spennandi að tengja starfið út fyrir kirkjuna, t.d. við alþjóðleg hreinsunarverkefni eða verkefni hjá Landvernd. Sjáið yfirlit yfir dagsetningar fyrir náttúrutengd verkefni ofar í handbókinni.

Bænarjóður

​Þetta er hugmynd frá sumarbúðunum að Ástjörn þar sem mörg hundruð börn hafa kynnst því hvað það er mikilvægt að eiga tryggan stað til að fara til bæna. Þetta gæti hentað vel í 6-9 ára starfinu. Finnið grænan reit nálægt kirkjunni eða í hverfinu þar sem þið getið raðað steinum í hring, ef til vill í blómabeði til að valda sláttumönnum ekki ama. Raðið steinum jafnvel í kross inn í hringnum, látið börnin sjá um verkið og látið þau finna að þau eru að gera eitthvað merkingarfullt og heilagt.
Útskýrið að þetta sé staður sem þau geti alltaf komið til ef þau vilja biðja til Guðs, þetta sé þeirra bænarjóður, þeirra heilagi staður sem að þau geti heimsótt hvenær sem þau vilja. Hér er verið að leggja grunn að því að ákveðnir staðir séu teknir til hliðar sem heilagir, og að við getum leitað Guðs og upplifað nærveru hans úti í náttúrunni.

​Garðyrkjumenn í sunnudagaskólanum

Sáið baunum eða öðrum jurtum sem vaxa hratt í sunnudagaskólanum og leyfið börnunum að vökva og fylgjast með vextinum yfir veturinn. Þegar baunirnar bera ávöxt geta börnin fengið að borða þær. Þetta er einfalt en gefur ótal tilefni til tenginga við náttúruna, gróandann, næringu og líf.
Picture

​Sunnudagaskóli eða fjölskyldumessa í berjamó

Verið með sunnudagaskóla að hausti í góðu berjalandi. Syngið, biðjið, segið sögu og hefjist svo handa við að týna ber með krökkunum. Það er upplagt að hvetja ömmur og afa til að mæta með barnabörnin í slíka stund. Athugið hvort að einhver geti hugsað sér að gefa kirkjunni saft sem væri hægt að bjóða uppá í kirkjukaffinu eftir sunnudagaskóla, eða nota í altarisgöngu í fjölskyldumessu. 
Picture

Við þurfum að vinna saman!

Við þörfnumst þess að fleiri útbúi og deili umhvefistengdu efni fyrir barna- og unglingastarfið. Verið óhrædd að segja frá því sem þið eruð að gera og deila því með öðrum kirkjum.

Skoða næst:

Til baka í efnisyfirlit
Fræðsluefni og hugmyndir
Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Loftslagspílagrímar
    • Hvernig gerum við þetta
    • Skila kílómetrum
  • Handbók um umhverfisstarf
    • Umhverfisstefna og aðgerðaráætlun
    • Verkfæri fyrir kirkjur >
      • Hvað hafa kirkjur gert?
      • Græn skref Umhverfisstofnunar
      • Innkaup, neysla og sorp.
      • Kirkjukaffi og aðrar uppákomur
      • Hvenær og hvernig ætti að hafa náttúrutengda guðsþjónustu?
      • Ritningarstaðir tengdir náttúrunni
      • Bænir og blessunarorð
      • Ýmis handrit að athöfnum og guðsþjónustum
      • Fyrir barnastarfið
      • Fræðsluefni og hugmyndir
    • Guðfræði
  • Grænn söfnuður
    • Regnbogabæn á föstunni
    • Heimsmarkmiðin og kristin trú
    • Tímabil sköpunarverksins