Loftslagspílagrímar
  • Loftslagspílagrímar
    • Hvernig gerum við þetta
    • Skila kílómetrum
  • Handbók um umhverfisstarf
    • Umhverfisstefna og aðgerðaráætlun
    • Verkfæri fyrir kirkjur >
      • Hvað hafa kirkjur gert?
      • Græn skref Umhverfisstofnunar
      • Innkaup, neysla og sorp.
      • Kirkjukaffi og aðrar uppákomur
      • Hvenær og hvernig ætti að hafa náttúrutengda guðsþjónustu?
      • Ritningarstaðir tengdir náttúrunni
      • Bænir og blessunarorð
      • Ýmis handrit að athöfnum og guðsþjónustum
      • Fyrir barnastarfið
      • Fræðsluefni og hugmyndir
    • Guðfræði
  • Grænn söfnuður
    • Regnbogabæn á föstunni
    • Heimsmarkmiðin og kristin trú
    • Tímabil sköpunarverksins
Umhverfisstefna & Aðgerðaráætlun

HANDBÓK UM UMHVERFISSTARF:

Verkfæri fyrir kirkjur

Græn skref Umhverfisstofnunar

Guðfræði
​

Stórir söfnuðir og Kirkjur sem Þegar standa vel að umhverfismálum ættu að kynna sér grænu skrefin!

Kosturinn við það að vera grænn söfnuður er að hver kirkja getur aðlagað það vel að sínum aðstæðum og litlir söfnuðir geta keppt að því rétt eins og stórir. Ókosturinn er að við höfum ekki tök á að veita utanaðkomandi vottun. Stórir söfnuðir geta hinsvegar tekið þátt í verkefninu Græn skref í ríkisrekstri sem Umhverfisstofnun heldur utan um og hvetjum við kirkjur sem komnar eru vel á veg í umhverfisstarfi að gera það!

Hér að neðan má finna aðlögun á 1. græna skrefi Umhverfisstofnunar sem minni söfnuðir geta nýtt til hliðsjónar ef áhugi er á að taka umhverfisstarfið lengra.

Rafmagn og húshituN

  1. Við höfum yfirfarið og stillt orkunotkun tölva þannig að þær fari í viðbragðsstöðu (standby) eða svefnham standi þær ónotaðar í skemmri eða lengri tíma.
  2. Ljósritunarvélar og prentarar eru stillt þannig að tækin fara í viðbragðsstöðu (standby) þegar þau hafa ekki verið í notkun í 20 mín.
  3. Við notum ekki skjáhvílur (screensaver).
  4. Starfsmaður/menn slökkva á tölvum sínum í lok vinnudags.
  5. Slökkt er á öllum ljósum í rýmum sem ekki eru í notkun og öll ljós í lok dags (nema sérstakar aðstæður kalli á annað), ekki síst ef dagsbirtu nýtur við.
  6. Áminningarmiðar eru við rofa og dyr til að minna á að slökkva ljós í loks dags. Og á raftækjum þegar þau eru ekki í notkun.

Flokkun og minni sóuN

  1. Flokkunartafla er sýnileg öllum sem hlut eiga að máli þar sem lýst er hvernig á að flokka úrgang og hvar ílát eru, en þau eru merkt viðkomandi útgangsflokki.
  2. Pappír og skilagjaldsumbúðir eru flokkaðar.
  3. Spilliefni eru flokkuð eins og lög og reglur gera ráð fyrir; s.s. rafhlöður, prenthylki, málningarafgangar, flúrperur. Þessu er skilað í förgun.
  4. Prentað skal báðum megin á blöð og í svart-hvítu og endurnotaður pappír þar sem prentað er öðrum megin, eða hann notaður sem minnismiðar.
  5. Við bjóðum upp á kranavatn en ekki vatn í einnota drykkjarumbúðum.

Fundir og viðburðiR

  1. Við bjóðum upp á kranavatn en ekki vatn í einnota drykkjarumbúðum.
  2. Við kaupum ekki ekki einnota drykkjamál og borðbúnað.
  3. Í kynningu á viðburðum á okkar vegum hvetjum við þátttakendur til huga að lágmörkun umhverfisáhrifa, svo sem með notum á vistvænum ferðamáta til og frá viðburðum.
  4. Það er hjólagrind á staðnum ef það á við.

SamgönguR

  1. Það er hjólagrind á staðnum ef það á við.
  2. Bíll/bílar á okkar vegum eru ekki á nagladekkjum nema brýna nauðsyn beri til.

Innkaup

  1. Við íhugum vel þörfina áður en við kaupum inn t.d. hvort megi nýta betur, samnýta, fresta innkaupum eða gera við.
  2. Við kynnum okkur  vinn.is og notum rammasamninga með umhverfisskilyrðum og gátlista við smærri innkaup.
  3. Við kaupum einungis umhverfisvottaðan prentpappír
  4. Við kaupum raftæki sem eru í A-flokki orkumerkinga eða hærra skv. orkuflokkum Evrópusambandsins.
  5. Við skiptum einungis við umhverfisvottaðar prentsmiðjur.
  6. Að lágmarki 80% almennra hreinlætis- og ræstivara okkar eru umhverfisvottaðar. Miðað er við þyngd.

Miðlun og stjórnuN

  1. Við höfum látið sóknarnefnd eða umsjónaraðila kirkju/safnaðarheimilis vita af umhverfisstarfi okkar og óskað eftir samstarfi um úrbætur í umhverfismálum t.d. aðstöðu fyrir flokkun úrgangs eða lýsingu.

Skoða næst:

Til baka í efnisyfirlit
Hvað hafa kirkjur gert?
Innkaup, neysla og sorp
Kirkjukaffi og aðrar uppákomur​
Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Loftslagspílagrímar
    • Hvernig gerum við þetta
    • Skila kílómetrum
  • Handbók um umhverfisstarf
    • Umhverfisstefna og aðgerðaráætlun
    • Verkfæri fyrir kirkjur >
      • Hvað hafa kirkjur gert?
      • Græn skref Umhverfisstofnunar
      • Innkaup, neysla og sorp.
      • Kirkjukaffi og aðrar uppákomur
      • Hvenær og hvernig ætti að hafa náttúrutengda guðsþjónustu?
      • Ritningarstaðir tengdir náttúrunni
      • Bænir og blessunarorð
      • Ýmis handrit að athöfnum og guðsþjónustum
      • Fyrir barnastarfið
      • Fræðsluefni og hugmyndir
    • Guðfræði
  • Grænn söfnuður
    • Regnbogabæn á föstunni
    • Heimsmarkmiðin og kristin trú
    • Tímabil sköpunarverksins