Loftslagspílagrímar
  • Loftslagspílagrímar
    • Hvernig gerum við þetta
    • Skila kílómetrum
  • Handbók um umhverfisstarf
    • Umhverfisstefna og aðgerðaráætlun
    • Verkfæri fyrir kirkjur >
      • Hvað hafa kirkjur gert?
      • Græn skref Umhverfisstofnunar
      • Innkaup, neysla og sorp.
      • Kirkjukaffi og aðrar uppákomur
      • Hvenær og hvernig ætti að hafa náttúrutengda guðsþjónustu?
      • Ritningarstaðir tengdir náttúrunni
      • Bænir og blessunarorð
      • Ýmis handrit að athöfnum og guðsþjónustum
      • Fyrir barnastarfið
      • Fræðsluefni og hugmyndir
    • Guðfræði
  • Grænn söfnuður
    • Regnbogabæn á föstunni
    • Heimsmarkmiðin og kristin trú
    • Tímabil sköpunarverksins

Grænn söfnuður

Afhverju er kirkjan að fjalla um umhverfismál?

​Loftslagsbreytingar hafa áhrif á hversdaginn okkar. Manneskjur, dýr og plöntur eru í neyð því forsendur lífs þeirra og tilveru eru að breytast. Vísindamenn hafa slegið því föstu að lífshættir mannkyns séu rót vandans og ítrekað nauðsyn þess að við breytum hegðun okkar. Sem kirkja höfum við köllun til að standa vörð um sköpunarverkið og fylgja Jesú Kristi, en hvað þýðir það fyrir okkur í dag? Hvernig getum við hugsað hnattrænt en gripið til aðgerða í nærsamfélaginu?
​

Að verða grænn söfnuður

„Grænn söfnuður“ er verkfæri fyrir kirkjur landsins til að mæta þessum áskorunum. Safnaðarfólk getur sameinast um fjölbreytt og aðgengileg verkefni sem tengjast öllu frá guðsþjónustunni og fermingarstarfinu, til kirkjukaffisins og þrifa á kirkjurýminu. Verkefnin eru hugsuð til stuðnings og innblásturs en ekki sem tékklisti sem fylla eigi út og líta svo á að markmiðinu sé náð. Það að gerast grænn söfnuður þarf ekki að krefjast mikils tíma eða kosta mikið, hins vegar gæti það skapað samfélag þvert á kynslóðir og búið til tengingar milli fólks sem tekur þátt í ólíkum hlutum í kirkjunni.

Á grænni leið

Kirkjur sem eru farnar að vinna að 8 atriðum úr verkefnaheftinu hér að neðan fá viðurkenningu og vottun um að þær séu á grænni leið.

Grænn söfnuður

Kirkjur sem eru búnar að ná 25 atriðum úr verkefnaheftinu hér að neðan fá viðurkenningu og vottun um að þær séu sannarlega grænn söfnuður.

Verkefnabæklingurinn

Smellið hér til að lesa bæklinginn
Græni söfnuðurinn okkar er verkefnabæklingur og leiðarvísir fyrir söfnuði sem vilja gerast grænir. Hægt er að nálgast hann hjá Fræðslusviði þjóðkirkjunnar á Biskupsstofu í prentaðri útgáfu. 
​
Í bæklingnum er ýmislegt lagt til sem söfnuðir geta gert. Sóknarnefndin og starfsfólk safnaðarins hafa töluvert frelsi til að velja hvaða leið þau fara að því að verða grænn söfnuður og því hentar þetta bæði stórum sem smáum söfnuðum.

Til að verða grænn söfnuður þarf að vinna að amk. 25 atriðum, og amk. 2 af hverju sviði.
Picture

Eftirtaldar kirkjur hafa hafið umhverfisstarf

Háteigskirkja
Hallgrímskirkja
Neskirkja
Langholtskirkja
Grafarvogskirkja
Árbæjarkirkja
Breiðholtskirkja
Kópavogskirkja
Biskupsstofa
Picture
Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Loftslagspílagrímar
    • Hvernig gerum við þetta
    • Skila kílómetrum
  • Handbók um umhverfisstarf
    • Umhverfisstefna og aðgerðaráætlun
    • Verkfæri fyrir kirkjur >
      • Hvað hafa kirkjur gert?
      • Græn skref Umhverfisstofnunar
      • Innkaup, neysla og sorp.
      • Kirkjukaffi og aðrar uppákomur
      • Hvenær og hvernig ætti að hafa náttúrutengda guðsþjónustu?
      • Ritningarstaðir tengdir náttúrunni
      • Bænir og blessunarorð
      • Ýmis handrit að athöfnum og guðsþjónustum
      • Fyrir barnastarfið
      • Fræðsluefni og hugmyndir
    • Guðfræði
  • Grænn söfnuður
    • Regnbogabæn á föstunni
    • Heimsmarkmiðin og kristin trú
    • Tímabil sköpunarverksins