Loftslagspílagrímar
  • Loftslagspílagrímar
    • Hvernig gerum við þetta
    • Skila kílómetrum
  • Handbók um umhverfisstarf
    • Umhverfisstefna og aðgerðaráætlun
    • Verkfæri fyrir kirkjur >
      • Hvað hafa kirkjur gert?
      • Græn skref Umhverfisstofnunar
      • Innkaup, neysla og sorp.
      • Kirkjukaffi og aðrar uppákomur
      • Hvenær og hvernig ætti að hafa náttúrutengda guðsþjónustu?
      • Ritningarstaðir tengdir náttúrunni
      • Bænir og blessunarorð
      • Ýmis handrit að athöfnum og guðsþjónustum
      • Fyrir barnastarfið
      • Fræðsluefni og hugmyndir
    • Guðfræði
  • Grænn söfnuður
    • Regnbogabæn á föstunni
    • Heimsmarkmiðin og kristin trú
    • Tímabil sköpunarverksins
Umhverfisstefna & Aðgerðaráætlun
Verkfæri fyrir kirkjur

Handbók um umhverfisstarf:

Guðfræði

Guðfræði
​

Hverju trúum við
​og af hverju?

Hér má finna umfjöllun um vistguðfræði, tengla á prédikanir tengdar sköpunarverkinu og uppástungur að bókum á sviði vistguðfræði sem geta stutt ykkur í því að efla umhverfisstarf í kirkjunni.

Vistguðfræði

Það sem við gerum í kirkjunni þarfnast rótfestu í ritningunni og trúnni. Það er göfugt að berjast fyrir góðum málstað en sem kristið fólk, og sem kirkja, þá gerum við það í ljósi trúar okkar á þríeinan Guð, lífgjafa sem fyllir allt með anda sínum, skapara alls sem er og frelsara sköpunarverksins.
Guðfræði sem fjallar um náttúruna og umhverfið er gjarnan kölluð vistguðfræði eða jafnvel græn guðfræði, (e. Ecotheology og Green theology) og er sannarlega ekki nýtt fyrirbæri. Hún snýst ekki um að búa til nýjar kennisetningar eða nýja umhverfisvæna útgáfu af kristindóminum. Öllu heldur felur hún í sér að við skoðum Biblíuna, orð Jesú og trúararfinn með umhverfisgleraugum og veltum fyrir okkur hvað trúin hefur að segja fyrir okkur í dag þegar við stöndum frammi fyrir loftslagsbreytingum, mengun sjávar og þeim ógnum sem þetta veldur lífinu. Orð Jesú um að við skulum elska náungann eins og okkur sjálf hafa sérstaka merkingu þegar við veltum fyrir okkur þjáningum systkina okkar sem upplifa hamfarir vegna loftslagsbreytinga. Sú mynd sem er dregin upp af hlutverki manneskjunnar sem ráðsmanns sem eigi að gæta að Eden garðinum hefur töluvert að segja um það hvernig við eigum að ganga um jörðina sem okkur var treyst fyrir. Gyðinglega hugmyndin um frið, shalom, felur í sér jafnvægi milli mannkyns, Guðs og náttúru, jafnvægi sem við eigum að stefna að með því að vinna að friði við jörðina.
 
Vistguðfræði hefur það að markmiði að leggja fram grænar túlkanir á ritningunni, draga fram rök fyrir ábyrgð mannsins á náttúrunni og sýna að kristin heimsmynd gæti stuðlað að góðri umgengni um náttúruna svo eitthvað sé nefnt. Íslenskir prestar og guðfræðingar hafa verið iðnir við að iðka vistguðfræði, við finnum það líka í sálmaarfinum okkar að við erum upptekin af náttúrunni eins og sálmurinn hér í upphafi vísar til.  Prestar hafa prédikað og skrifað um ábyrgð okkar gagnvart náttúrunni og undanfarin ár hafa prófessorar við Guðfræðideild HÍ lagt mikið af mörkum til íslenskrar vistguðfræði.
 
Það sem hefur vantað á Íslandi er að kirkjan láti hendur standa fram úr ermum, að kirkjur taki boðskapinn og það sem heyrist úr prédikunarstólnum inn í daglegt starf safnaðarins. Vistguðfræði er nefnilega ekki aðeins hugmyndafræði eða falleg orð, hún á að vera guðfræðilegi grundvöllurinn sem við stöndum á þegar við sem kirkja tökum til hendinni í samfélaginu okkar, í orði og verki. Þegar við fjöllum um loftslagsbreytingar í fermingarfræðslunni, þegar við bjóðum til fræðslukvölda um umhverfismál, þegar við tökum þátt í strandhreinsunarverkefni, þegar við smíðum fuglahús í barnastarfinu, þegar við hefjum skógrækt á kirkjujörðinni. Þegar við tökum til verka gerum við það vegna trúar okkar á Guð sem frelsar, Guð sem boðar réttlæti og frið og kallar okkur til fylgdar.

Bækur um vistguðfræði

Guð og Gróðurhúsaáhrif:​ er fyrsta bókin á sviði vistguðfræði sem gefin er út á Íslandi. Hún er samansafn greina um efnið og í henni nær dr. Sólveig Anna Bóasdóttir að draga saman ýmis álitamál sem snerta loftslagsbreytingar og kristna siðfræði. Bókin getur gefið góð rök fyrir umhverfisstarfi í kirkjunni. Hér má lesa viðtal við höfundinn vegna bókarinnar.

Ask the beasts, Darwin and the God of love: Höfundur þessarar bókar er kaþólski guðfræðingurinn Elizabeth A. Johnson. Í bókinni fjallar höfundur um náttúruvísindi og kristna trú í þeim tilgangi að byggja brú á milli sviða sem margir telja ótengt. Bókin gefur góðan grunn til að sjá hvernig kirkjan og kristin trú hafa fullt erindi til að fjalla um loftslagsvanda samtímans. Bókin er til á Þjóðarbókhlöðunni.

A new climate for theology, God, the world, and global warming: Í þessari bók leggur guðfræðingurinn  Sallie McFague​ fram guðfræðileg rök fyrir því að loftslagsvandinn sé vandamál sem kristnu fólki beri skylda til að ávarpa og vinna gegn. McFague kynnir kristna heimsmynd sem leggur upp með að allt sé tengt, að Guð fylli náttúruna með nærveru sinni og þannig sé eyðing náttúrunnar synd gegn Guði. Bókin er til á Þjóðarbókhlöðunni.

Climate Church, Climate World, How People of Faith Must Work for Change: Hér leggur presturinn Jim Antal​ fram handbók og leiðarvísi sem getur hjálpað kirkjum að hefja umhverfisstarf. Í bókinni dregur Antal upp góð guðfræðileg rök fyrir því að kirkjur gerist róttækar í nálgun sinni, hann leggur mikla áhersla á sérleik kirkjunnar í umhverfisbaráttunni og mikilvægi bænar og íhugunar.
Picture

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Loftslagspílagrímar
    • Hvernig gerum við þetta
    • Skila kílómetrum
  • Handbók um umhverfisstarf
    • Umhverfisstefna og aðgerðaráætlun
    • Verkfæri fyrir kirkjur >
      • Hvað hafa kirkjur gert?
      • Græn skref Umhverfisstofnunar
      • Innkaup, neysla og sorp.
      • Kirkjukaffi og aðrar uppákomur
      • Hvenær og hvernig ætti að hafa náttúrutengda guðsþjónustu?
      • Ritningarstaðir tengdir náttúrunni
      • Bænir og blessunarorð
      • Ýmis handrit að athöfnum og guðsþjónustum
      • Fyrir barnastarfið
      • Fræðsluefni og hugmyndir
    • Guðfræði
  • Grænn söfnuður
    • Regnbogabæn á föstunni
    • Heimsmarkmiðin og kristin trú
    • Tímabil sköpunarverksins