HANDBÓK UM UMHVERFISSTARF: |
HVAÐ HAFA
|
HANDBÓK UM UMHVERFISSTARF: |
HVAÐ HAFA
|
Kirkjur hafa unnið
|
Hér er að finna stutta upptalningu á verkefnum sem kirkjur hér á Íslandi og erlendis hafa tekið sér fyrir hendur.
Þau sem eru áhugasöm um grænt kirkjustarf geta einnig kynnt sér eftirfarandi vefsíður: Græna kirkjan í Danmörku, Umhverfisstarf Anglíkönsku kirkjunnar, Umhverfisstarf Lúthersku kirkjunnar í Bandaríkjunum (ECLA). |
Skálholt Ríður á vaðið
|
Skref í rétta átt í Keflavík„Í Keflavíkurkirkju fengum við starfsmenn Umhverfisstofnunar á fund til að ræða hvernig við gætum orðið grænni. Í framhaldinu fórum við að flokka rusl sem var ekki almennt gert í sveitarfélaginu. Við kaupum aðeins umhverfismerktar hreinlætisvörur og allt starfsfólk kirkjunnar hjólar eða gengur til vinnu. Til að spara pappír og blek ipad-væddum við kórinn og nú hlaða þau nótunum niður fyrir messur og tónleika. Við fengum pípara til að leiðbeina okkur með hitaveitukerfið og við nánast slökkvum á því í apríl, það getur orðið örlítið kalt en við spörum mikið á því, bæði orku og peninga. Við rifum upp runna í garði kirkjunnar og komum upp matjurtagarði þar sem við ræktum grænmeti sem er notað í uppskerusúpur eftir messu á haustin, einnig sultum við rabbabara og nýtum í hjónabandssælur vetrarins. Það sem er næst á dagskrá er að koma upp hjólaskýli við kirkjuna. “
Sr. Erla Guðmundsdóttir, sóknarprestur Keflavíkurkirkju |
|
Grænkandi kirkja í Vesturbænum
„Ég hef í nokkur ár talað fyrir því í Neskirkju að tengja náttúru og helgihald saman, tengja ræktun blóma/matjurta við ræktun andans, hugans og líkamans. Það er nokkuð sem kirkjan ætti að vera að þjóna líka. Allt kirkjuárið er meira og minna tengt náttúrunni og um leið og það var aftengt misstum við tengingu við lífið og fólkið. Nú eru þessir helgisiðir bara siðanna vegna en ekki til að fagna birtu, uppskeru og svo frv. Neskirkja hefur talsverða lóð sem er ekkert nýtt og ég myndi vilja að þar yrði ræktunarsvæði sem hverfi og kirkja kæmu saman í og reglulega yrðu haldnar einhverjar samkomur því tengt. Við höfum þegar gert eitt og annað á þessu sviði, m.a. staðið fyrir haustfagnaði og eldað mat úr heimaræktuðu grænmeti og við Tómas Ponzi stóðum að ræktunarmessu í vor. Þá hefur Neskirkja gróðursett birkitré með fermingarbörnum í Heiðmörk undanfarin ár, eitt tré fyrir hvert fermingarbarn. “
Steingrímur Þórhallsson, garðyrkjumaður og organisti Neskirkju |
Samtök grænna kirkna
Á Norðurlöndunum má finna samtök grænna kirkna sem hjálpa söfnuðum að verða umhverfisvænni í rekstri og boðun. Meðal þess sem lögð hefur verið áhersla á að gera á Norðurlöndunum er að taka þátt í verkefninu Fasta fyrir umhverfið, messa undir berum himni, tengja umhverfisfræðslu inn í barnastarf og fermingarstarf kirkna og vinna að því að kirkjan sé sterk siðferðisleg rödd í samfélaginu sem tali fyrir sjálfbærni og réttlæti. Má þá t.d. nefna að biskup frá norsku kirkjunni hefur verið viðstaddur allar loftslagsráðstefnur Sameinuðu þjóðanna frá 2010 og reynt að hafa áhrif á samninganefndirnar svo að þær taki sterkari afstöðu með þeim sem upplifa hamfarir loftslagsbreytinga á eigin skinni.
|
Að sýna iðrun og yfirbót í verkiÍ Simbabve hafa kirkjur landsins tekið höndum saman til að berjast gegn eyðingu skóga með því að taka tiltekin landsvæði í fóstur, vernda þau gegn ólöglegu skógarhöggi og planta þar nýjum trjám. Árlega er haldin risavaxin guðsþjónusta þar sem þúsundir manns koma saman og planta milljón trjám til að sýna í verki iðrun og yfirbót vegna umgengni okkar um jörðina.
|
Fyrir framtíðina í ÍsraeL
Lúterska kirkjan í Jórdaníu og landinu helga hefur í rúmlega 30 ár unnið gegn vatnsskorti og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni í Palestínu, en hvorutveggja eru afleiðingar loftslagsbreytinga. Kirkjan hefur á síðustu áratugum lagt ríka áherslu á að styðja við framtíðarkynslóðir í Palestínu og rekur því miðstöð um umhverfismál á Vesturbakkanum og stendur að þvertrúarlegu æskulýðsstarfi sem heldur utan um umhverfisklúbba í 26 skólum í Palestínu.
|