Ef þú gengur í skipulagðri pílagrímagöngu með þinni kirkju færð þú eflaust einhver fyrirmæli um íhugunarefni fyrir gönguna. En gangir þú á eigin vegum er hægt að nýta ýmsar aðferðir til að styðja hugann og hjartað í því að dýpka tengslin við náttúruna.
Hér eru nokkrar útfærslur á pílagrímagöngu, en einnig er góður leiðarvísir að pílagrímagöngum í "Bænabókin" eftir Karl Sigurbjörnsson sem kom út árið 2020.
Hér eru nokkrar útfærslur á pílagrímagöngu, en einnig er góður leiðarvísir að pílagrímagöngum í "Bænabókin" eftir Karl Sigurbjörnsson sem kom út árið 2020.
![]()
|
Gönguhefti fyrir loftslagspílagríma þýtt úr norsku árið 2018. Hægt er að nota það til hliðsjónar við skipulagningu pílagrímagöngu.
|
![]()
|
Form fyrir ör-pílagrímagöngu, notað í Glerárkirkju sumarið 2020
|
ÞakklætisgangaÞú ákveður að ganga ákveðna vegalengd í þögn og án þess að fara í símann, það er í góðu lagi að vera með tónlist í eyrunum ef þú kýst það.
Á göngunni ætlar þú að leiða hugann að þakkarefnum, öllu því sem þú getur þakkað fyrir, öllum gjöfum náttúrunnar sem við getum þakkað fyrir, að sköpunarverkið gefi okkur allt sem við þurfum til að lifa. Ef þú gengur við hafið eða úti í skógi getur þú gefið þér tíma til að þakka fyrir það sem hafið og skógurinn gefa. Þegar þú lýkur göngunni er gott að hvílast stutta stund, draga hugsanir sínar saman og fara með stutta bæn, t.d. faðir vor. |
Náttúruíhugun – núvitund.
Þú gengur ákveðna vegalengd í þögn, ert með slökkt á símanum og ekki með tónlist í eyrunum.
Á göngunni hefur þú athyglina á andardrættinum og líkamanum til að byrja með, leyfir þér að finna hvernig lungun þenjast út og dragast saman, hvernig fæturnir koma við jörðina, hvernig golan leikur um húðina, hvaða hljóð berast til þín. Þegar þú ferð að hugsa um verkefni dagsins eða hugsanirnar reyna að leiða þig úr kyrrðinni þá færir þú athyglina ofur blítt yfir á andardráttinn aftur – anda inn og anda út. Það er eðlilegt að hugurinn reiki, en við ætlum að dvelja í núinu. Þegar liðið er á gönguna færir þú athyglina frá líkamanum og önduninni yfir á umhverfi þitt, þú hækkar sjóndeildarhringinn, horfir til fjalla, veltir fyrir þér trjám, runnum, fuglum, sólinni eða grasinu. Leyfðu þér að meðtaka að þetta er allt til óháð okkur mannfólkinu. Á sitt líf, hefur sinn tilgang, algjörlega óháð okkur. Við erum hluti af þessu stóra sköpunarverki, en ekki yfir það hafin. Við erum hluti af náttúrunni. Vindurinn sem hreyfir við þér hreyfir líka við gróðrinum. Sólin sem yljar þér gefur allri náttúrunni líf. Við þurfum að standa vörð um þessa heilögu jörð, sameiginlegt heimili okkar allra. Þegar þú lýkur göngunni er gott að hvílast stutta stund, draga hugsanir sínar saman og fara með stutta bæn, t.d. faðir vor. |
Bænaganga – beðið fyrir náttúrunniÞú gengur ákveðna vegalengd í þögn, hefur slökkt á símanum og ert ekki með tónlist í eyrunum.
Á göngunni hefur þú athygli þína á bæninni. Þú biður fyrir umgengni þinni um jörðina, að þú takir þátt í að gera heilt það sem er brotið, að græða sár jarðar og bæta fyrir slæma umgengni þína eða annarra. Þú biður fyrir þeim sem upplifa þjáningar vegna breytinga á loftslagi jarðar, vegna skógarelda, þurrka, storma, hungursneyðar, landeyðingar og hækkandi sjávaryfirborðs. Þú biður fyrir framtíðinni, leiðtogum heimsins og íbúum heimsins. Þegar þú lýkur göngunni er gott að hvílast stutta stund, draga hugsanir sínar saman og fara með stutta bæn, t.d. faðir vor. |