Loftslagspílagrímar
  • Loftslagspílagrímar
    • Hvernig gerum við þetta
    • Skila kílómetrum
  • Handbók um umhverfisstarf
    • Umhverfisstefna og aðgerðaráætlun
    • Verkfæri fyrir kirkjur >
      • Hvað hafa kirkjur gert?
      • Græn skref Umhverfisstofnunar
      • Innkaup, neysla og sorp.
      • Kirkjukaffi og aðrar uppákomur
      • Hvenær og hvernig ætti að hafa náttúrutengda guðsþjónustu?
      • Ritningarstaðir tengdir náttúrunni
      • Bænir og blessunarorð
      • Ýmis handrit að athöfnum og guðsþjónustum
      • Fyrir barnastarfið
      • Fræðsluefni og hugmyndir
    • Guðfræði
  • Grænn söfnuður
    • Regnbogabæn á föstunni
    • Heimsmarkmiðin og kristin trú
    • Tímabil sköpunarverksins
Umhverfisstefna & Aðgerðaráætlun

HANDBÓK UM UMHVERFISSTARF:

Verkfæri fyrir kirkjur

Innkaup, neysla
og sorp

Guðfræði
​

Kristin trú boðar réttlæti.
Við getum prédikað það. En best er að sýna það í verki!

Ákvarðanir sem við tökum í hversdeginum, stórar og litlar, hafa afleiðingar. Það sem við gerum skiptir máli. Því er mikilvægt að við tökum skref í þá áttina að allt starf í kirkjunni okkar sé skipulagt og með réttlæti og umhverfismeðvitund í huga. Litlir hlutir á borð við það hvernig kaffi boðið er upp á í kirkjukaffinu, eða hvernig pappír er á salerningu skipta máli.
Þegar við ætlum að taka skref í þá átt að vera umhverfisvænni er gott að þekkja umhverfismerkin, þau auðvelda okkur val á vörum og fyrirtækjum sem við stundum viðskipti við. Hér að neðan fjöllum við stuttlega um helstu merki sem gott er að þekkja. Þegar upp er staðið ættu kirkjur landsins alltaf að velja vörur og þjónustu sem er umhverfis- og/eða réttlætisvottuð. Þegar þið ætlið að kaupa þjónustu, spurjið  hvort viðkomandi fyrirtæki sé með umhverfisvottun, það skapar pressu á fyrirtækið að fara í þá átt.

Picture

Flokkun

Því miður getum við ekki deilt flokkunartöflu eða almennum upplýsingum um flokkun hér, einfaldlega þar sem hvert sveitarfélag hefur nokkuð ólíkt skipulag á sorphirðumálum og flokkun. Við hvetjum til þess að kirkjur leiti til þeirra fyrirtækja sem sjá um sorphirðu í sveitarfélaginu til að fá upplýsingar um flokkunarmöguleika. Við hvetjum til þess að allar kirkjur flokki pappa, plast, málma, dósir og lífrænt.

Picture

Innnkaup og neysla

Munið að nú er búið að banna einnota plastmál í öllu starfi þjóðkirkjunnar. Ef þið þurfið að nota einnota glös skuluð þið nota pappa glös sem hægt er að flokka sem pappír eða jarðgera og flokka sem lífrænan úrgang.
Fyrirtæki á borð við Rekstrarvörur selja pappírs kaffimál og skrifstofuvörur með Svansvottun. 
​Best væri að kaupa góða margnota bolla og glös til notkunar í kirkjustarfinu.

Kirkjan er stór innkaupaaðili að kaffi og allir söfnuðir ættu að marka sér stefnu um að kaupa aðeins kaffi með umhverfis og réttlætisvottanir á borð við Fairtrade. Hið sama má segja með sápur og hreinlætisvörur, þar skal leitast við að nota aðeins svansvottaðar vörur. Í flestum dagvöru- og heildsöluverslunum má finna mikið úrval af umhverfisvottuðum hreingerningar- og hreinlætisvörum. Gætið þó að forðast grænþvott, ekki treysta öllum vottunum og stimplum heldur leitið helst að þeim sem kynntar eru hér að neðan.

Umhverfismerki

Hér má finna upplýsingavef Umhverfisstofnunar ​um helstu umhverfismerki.
Við hvetjum þá sem sjá um innkaup fyrir kirkjur að kynna sér merkin vel og velja vörur sem eru merktar. 
Til einföldunar eru það þó helst þrjú merki sem við leggjum höfuð áherslu á að séu ávallt valin og notuð í kirkjustarfi.

Picture
Svansmerkið
Picture
FairTrade
Picture
FSC - sjálfbær nýting skóga

Svansmerkið

Svansmerkmið er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna. ​Vörur og fyrirtæki sem hafa svansvottun hafa þurft að fara í gegnum strangt vottunarferli þar sem litið er til umhverfisáhrifa vöru eða þjónustu. Þetta er áreiðanlegt merki og þegar mögulegt er skuluð þið ávallt velja svansmerkt. Meðal þess sem er svansmerkt er pappír, handsápur, ræstivörur og hreinlætisvörur. Fylgið Svaninum á facebook, þar birtist gjarnan fróðleikur og upplýsingar um vörur og þjónustu sem hafa svansvottun.

fairtrade

​Því miður er það svo að bændur og verkafólk á suðurhveli fær ekki alltaf greitt fyrir sína vinna, eða þá að launin eru hvorki réttlát né mannsæmandi. Fairtrade merkið tryggir að þeir sem framleiða vöruna fá greidd réttlát laun fyrir vinnu sína. Ef kaupa á kaffi, te eða súkkulaði fyrir kirkjustarfið kaupið þá aðeins vörur með þessu merki.
Hinsvegar skal það tekið fram að kaffibrennslurnar Kaffitár og Te og Kaffi kaupa sínar baunir bænt frá bændum og tryggja þannig sanngjörn viðskipti þrátt fyrir að hafa ekki þessa vottun.

FSC

Víða er notaður mikill pappír í kirkjustarfi. Pappír er afurð skógarhöggs og víða eru skógar ekki nýttir á sjálfbæran hátt. ​Þetta merki tryggir að viðurinn sem notaður er í viðkomandi vöru sé unnin á ábyrga vegu, þ.e. þessi vara stuðlar ekki að skógeyðingu. Þessa merkingu má finna á húsgögnum og pappír.

Skoða næst:

Til baka í efnisyfirlit
Hvað hafa kirkjur gert?
Græn skref Umhverfisstofnunar
Kirkjukaffi og aðrar uppákomur​
Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Loftslagspílagrímar
    • Hvernig gerum við þetta
    • Skila kílómetrum
  • Handbók um umhverfisstarf
    • Umhverfisstefna og aðgerðaráætlun
    • Verkfæri fyrir kirkjur >
      • Hvað hafa kirkjur gert?
      • Græn skref Umhverfisstofnunar
      • Innkaup, neysla og sorp.
      • Kirkjukaffi og aðrar uppákomur
      • Hvenær og hvernig ætti að hafa náttúrutengda guðsþjónustu?
      • Ritningarstaðir tengdir náttúrunni
      • Bænir og blessunarorð
      • Ýmis handrit að athöfnum og guðsþjónustum
      • Fyrir barnastarfið
      • Fræðsluefni og hugmyndir
    • Guðfræði
  • Grænn söfnuður
    • Regnbogabæn á föstunni
    • Heimsmarkmiðin og kristin trú
    • Tímabil sköpunarverksins