Loftslagspílagrímar
  • Loftslagspílagrímar
    • Hvernig gerum við þetta
    • Skila kílómetrum
  • Handbók um umhverfisstarf
    • Umhverfisstefna og aðgerðaráætlun
    • Verkfæri fyrir kirkjur >
      • Hvað hafa kirkjur gert?
      • Græn skref Umhverfisstofnunar
      • Innkaup, neysla og sorp.
      • Kirkjukaffi og aðrar uppákomur
      • Hvenær og hvernig ætti að hafa náttúrutengda guðsþjónustu?
      • Ritningarstaðir tengdir náttúrunni
      • Bænir og blessunarorð
      • Ýmis handrit að athöfnum og guðsþjónustum
      • Fyrir barnastarfið
      • Fræðsluefni og hugmyndir
    • Guðfræði
  • Grænn söfnuður
    • Regnbogabæn á föstunni
    • Heimsmarkmiðin og kristin trú
    • Tímabil sköpunarverksins
Umhverfisstefna & Aðgerðaráætlun

HANDBÓK UM UMHVERFISSTARF:

Verkfæri fyrir kirkjur

Kirkjukaffi og
aðrar uppákomur

Guðfræði
​
Picture
Er hægt að virkja einhverja í sókninni til að baka vöfflur fyrir kirkjukaffið?
Hér er að finna ýmsar vangaveltur og hugmyndir fyrir daglegt starf í kirkjunni þinni. Við fáum ýmis tækifæri til að ná til fólks og miðla góðum boðskap tengdum umhverfi og náttúru. Notum tækifærin, stöndum að viðburðum eða nýtum einfaldlega kirkjukaffið til að hjálpa samfélaginu okkar að taka skref í átt að ábyrgð og sjálfbærni.

Hafið í huga að fólk vill gjarnan fá hlutverk og hjálpa. Það getur vel verið að í sókninni leynist margt fólk sem gæti hugsað sér að aðstoða við baka vöfflur eða undirbúa kirkjukaffi annað slagið.

Kirkjukaffi

  • Látið kirkjukaffið, hjólamessur eða aðrar grænar uppákomur bera þess merki að allir séu með, þvert á kynslóðir, gefið fólki ábyrgð og hlutverk sem hentar aldri.
  • Reynið að nýta breidd samfélagsins! Bjóðið ákveðnum aldurshópi eða aðilum í sókninni að taka þátt í kirkjukaffinu,
  • Bjóðið einhverjum sem vinnur að umhverfismálum til að vera með stutt erindi í kirkjukaffinu og bjóðið svo til samtals. Það væri upplagt að ræða hvað nærsamfélagið geti gert í loftslagsmálum. Fyrir vorið væri einnig hægt að leggja áherslu á garðrækt og sumarblóm og fá garðyrkjufræðing til að vera með fræðsluerindi í kirkjukaffinu.
  • Bjóðið áhugaljósmyndurum í sókninni að vera með náttúruljósmyndasýningu í kirkjunni.
  • Bjóðið sveitastjórnarfólki til umræðu um umhverfismál, ekki aðeins fyrir kosningar. Þá væri gott að nokkrir í söfnuðinum, helst fólk á breiðu aldursbili séu búin að undirbúa spurningar til að spyrja.
  • Sýnið myndband um umhverfismál og bjóðið til samtals.
  • Kynnið verkefnið Grænn söfnuður og kjósið um það hvaða verkefni söfnuðurinn á að vinna að á komandi ári.


Picture

Matur og drykkuR

  • Bjóðið uppá Fairtrade kaffi, te og safa.
  • Ef ekki eru til margnota bollar skal nota pappamál, ekki plast. Munið að flokka þá sem pappír.
  • Ef boðið er upp á mat skal reyna að nýta hráefni úr héraði.
  • Veljið vörur sem eru að renna út, eða sem eru með afslætti því þær eru á síðasta söludegi.
  • Bjóðið söfnuðinum að taka þátt í kirkjukaffinu, t.d. með því að kalla eftir hvort að einhver vilji gefa söfnuðinum heimagerðar sultur eða saft til að bjóða uppá.

Gefið fólki tækifæri til að gerast sjálfboðaliðaR

Jafnvel þó að þið séuð með kirkjuverði eða meðhjálpara í vinnu og það er ekki þörf á sjálfboðaliðum ættuð þið samt að kalla eftir aðstoð t.d. við að steikja vöfflur eða pönnukökur fyrir kirkjukaffi. Margir eru boðnir og búnir til að hjálpa og fá hlutverk ef það er í boði. Það skapar tengsl og gerir safnaðarstarfið ríkara. 


Picture

Matarboð gegn hungursneyð

Fáðu marvöruverslanir í nágrenninu og félagasamtök í sókninni sem vilja láta gott af sér leiða til samstarfs. Eldið mat úr vörum sem eru útrunnar en óskemmdar og voru á leið í ruslið. Bjóðið til veislu þar sem er ókeypis inn en fólk þó beðið um að styrkja hjálparstarf kirkjunnar, UNICEF eða önnur samtök sem starfa á hamfarasvæðum. Verið athugul og fylgist með þegar kallið kemur frá hjálparsamtökum, verið þá tilbúin til að vera með viðburði til að leggja söfnunun þeirra lið.

Ýmsar hugmyndir sem hægt er að útfæra

  • Standið að skiptimarkaði með föt, barnaföt eða leikföng.
  • Látið kirkjuna ykkar taka þátt í Plastlausum september og standið að uppákomum því tengdu.
  • Fáið handlagna einstaklinga með í lið og bjóðið uppá reiðhjólaverkstæði að vori þar sem hægt er að laga það sem laga þarf fyrir sumarið.
  • Bjóðið upp á matreiðslunámskeið með áherslu á hollan og umhverfisvænan mat.
  • Haldið uppboð til styrktar hjálparstarfi.

Skoða næst:

Til baka í efnisyfirlit
Hvað hafa kirkjur gert?
Græn skref Umhverfisstofnunar
Innkaup, Neysla og Sorp
Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Loftslagspílagrímar
    • Hvernig gerum við þetta
    • Skila kílómetrum
  • Handbók um umhverfisstarf
    • Umhverfisstefna og aðgerðaráætlun
    • Verkfæri fyrir kirkjur >
      • Hvað hafa kirkjur gert?
      • Græn skref Umhverfisstofnunar
      • Innkaup, neysla og sorp.
      • Kirkjukaffi og aðrar uppákomur
      • Hvenær og hvernig ætti að hafa náttúrutengda guðsþjónustu?
      • Ritningarstaðir tengdir náttúrunni
      • Bænir og blessunarorð
      • Ýmis handrit að athöfnum og guðsþjónustum
      • Fyrir barnastarfið
      • Fræðsluefni og hugmyndir
    • Guðfræði
  • Grænn söfnuður
    • Regnbogabæn á föstunni
    • Heimsmarkmiðin og kristin trú
    • Tímabil sköpunarverksins