HANDBÓK UM UMHVERFISSTARF: |
Kirkjukaffi og
|
HANDBÓK UM UMHVERFISSTARF: |
Kirkjukaffi og
|
Hér er að finna ýmsar vangaveltur og hugmyndir fyrir daglegt starf í kirkjunni þinni. Við fáum ýmis tækifæri til að ná til fólks og miðla góðum boðskap tengdum umhverfi og náttúru. Notum tækifærin, stöndum að viðburðum eða nýtum einfaldlega kirkjukaffið til að hjálpa samfélaginu okkar að taka skref í átt að ábyrgð og sjálfbærni.
Hafið í huga að fólk vill gjarnan fá hlutverk og hjálpa. Það getur vel verið að í sókninni leynist margt fólk sem gæti hugsað sér að aðstoða við baka vöfflur eða undirbúa kirkjukaffi annað slagið. |
Kirkjukaffi
|
|
Matur og drykkuR
|
Gefið fólki tækifæri til að gerast sjálfboðaliðaRJafnvel þó að þið séuð með kirkjuverði eða meðhjálpara í vinnu og það er ekki þörf á sjálfboðaliðum ættuð þið samt að kalla eftir aðstoð t.d. við að steikja vöfflur eða pönnukökur fyrir kirkjukaffi. Margir eru boðnir og búnir til að hjálpa og fá hlutverk ef það er í boði. Það skapar tengsl og gerir safnaðarstarfið ríkara.
|
Matarboð gegn hungursneyðFáðu marvöruverslanir í nágrenninu og félagasamtök í sókninni sem vilja láta gott af sér leiða til samstarfs. Eldið mat úr vörum sem eru útrunnar en óskemmdar og voru á leið í ruslið. Bjóðið til veislu þar sem er ókeypis inn en fólk þó beðið um að styrkja hjálparstarf kirkjunnar, UNICEF eða önnur samtök sem starfa á hamfarasvæðum. Verið athugul og fylgist með þegar kallið kemur frá hjálparsamtökum, verið þá tilbúin til að vera með viðburði til að leggja söfnunun þeirra lið.
|
Ýmsar hugmyndir sem hægt er að útfæra
|