Loftslagspílagrímar
  • Loftslagspílagrímar
    • Hvernig gerum við þetta
    • Skila kílómetrum
  • Handbók um umhverfisstarf
    • Umhverfisstefna og aðgerðaráætlun
    • Verkfæri fyrir kirkjur >
      • Hvað hafa kirkjur gert?
      • Græn skref Umhverfisstofnunar
      • Innkaup, neysla og sorp.
      • Kirkjukaffi og aðrar uppákomur
      • Hvenær og hvernig ætti að hafa náttúrutengda guðsþjónustu?
      • Ritningarstaðir tengdir náttúrunni
      • Bænir og blessunarorð
      • Ýmis handrit að athöfnum og guðsþjónustum
      • Fyrir barnastarfið
      • Fræðsluefni og hugmyndir
    • Guðfræði
  • Grænn söfnuður
    • Regnbogabæn á föstunni
    • Heimsmarkmiðin og kristin trú
    • Tímabil sköpunarverksins
Umhverfisstefna & Aðgerðaráætlun

HANDBÓK UM UMHVERFISSTARF:

Ritningarstaðir
tengdir náttúrunni

Verkfæri fyrir kirkjur
Guðfræði
​

Biblían gefur okkur góðan grundvöll til að elska og virða jörðina

​Hér er að finna nokkra ritningarstaði sem hægt er að leita í til innblásturs við prédikunar- og hugvekjuskrif. Auðvitað er þetta ekki tæmandi listi, langt því frá.  The Green Bible er þemabiblía þar sem allir textar tengdir náttúrunni hafa verið litaðir grænir. Hún er gott verkfæri fyrir þau sem vilja skoða hvað kristin trú hefur að segja um náttúruna.

Fögnuður yfir sköpunarverkinu

Himnarnir segja frá Guðs dýrð,
festingin kunngjörir verkin hans handa.

Hver dagur kennir öðrum
og hver nótt boðar annarri speki.

Engin ræða, engin orð,
ekki heyrist raust þeirra.

Þó berst boðskapur þeirra um alla jörð
og orð þeirra ná til endimarka heims.

​- Davíðssálmur 19, 1-7
Davíðssálmur 19, 1-7
Davíðssálmur 104, 13-14
Orðskviðirnir. 8, 22-21
Matteusarguðspjall 6,25-34

Að tilheyra sköpunarverkinu

Þá mótaði Drottinn Guð manninn af moldu jarðar og blés lífsanda í nasir hans. Þannig varð maðurinn lifandi vera. - 1. Mósebók 2.7
1. Mósebók 2,7
5. Mósebók 30, 19-20
Jesaja 40,26-31
1. Kórintubréf 10,16-17
Postulasagan 17,28.

Þjáningar sköpunarverksins

Jörðin fölnar og sölnar,
jörðin skrælnar og sölnar,
hinir æðstu á jörðinni blikna. 

Jörðin vanhelgast undir fótum íbúa sinna
þar sem þeir hafa óhlýðnast lögunum,
sniðgengið boðin,
rofið sáttmálann ævarandi.

-Jesaja 24, 4-6

Jesaja 24,3-6
Rómverjabréfið 8,18-23
2. Pétursbréf 3,8-13.

Sköpunarverkið tilheyrir skaparanum

Þú þenur út himininn eins og tjalddúk,
reftir sal þinn ofar skýjum.
Þú gerir skýin að vagni þínum,
ferð um á vængjum vindsins.

Þú gerir vindana að sendiboðum þínum,
bálandi eld að þjónum þínum.

Þú grundvallar jörðina á undirstöðum hennar
svo að hún haggast eigi um aldur og ævi.

-Davíðssálmur 104, 2-5
Davíðssálmur 98
Davíðssálmur 148
1. Mósebók 9,8-17
Davíðssálmur 104
Jesaja 54,7-10
Lúkasarguðspjall 15,11-32

Ábyrgð á sköpunarverkinu

Drottinn, Guð vor,
hversu dýrlegt er nafn þitt um alla jörðina.
Þú breiðir ljóma þinn yfir himininn. [ 

Af munni barna og brjóstmylkinga hefur þú gert þér vígi
til varnar gegn andstæðingum þínum,
til að stöðva fjandmenn og hefnigjarna.

Þegar ég horfi á himininn, verk handa [ þinna,
tunglið og stjörnurnar, sem þú settir þar,

hvað er þá maðurinn þess að þú minnist hans,
og mannsins barn að þú vitjir þess?

Þú gerðir hann litlu minni en Guð,
krýndir hann hátign og heiðri,

lést hann ríkja yfir handaverkum þínum,
lagðir allt að fótum hans:

-Davíðssálmur 8, 1-7



1Mós 1,24-31
1Mós 2,15
Slm 8
Matt 21,28-31
Lúk 16,19-31
Lúk 6,1-5
Lúk 6,20-26
Matt 19,16-30
Matt 20,1-16
1Kór 11,17-22
​Jak 1,9-18
​Þá tók Drottinn Guð manninn og setti hann í aldingarðinn Eden til að yrkja hann og gæta hans.
1. Mósebók 2.15

Skoða næst:

Til baka í efnisyfirlit
​HVENÆR OG HVERNIG ÆTTI AÐ HAFA NÁTTÚRUTENGDA GUÐSÞJÓNUSTU?
Bænir og blessunarorð
Ýmis handrit að athöfnum og guðsþjónustum
Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Loftslagspílagrímar
    • Hvernig gerum við þetta
    • Skila kílómetrum
  • Handbók um umhverfisstarf
    • Umhverfisstefna og aðgerðaráætlun
    • Verkfæri fyrir kirkjur >
      • Hvað hafa kirkjur gert?
      • Græn skref Umhverfisstofnunar
      • Innkaup, neysla og sorp.
      • Kirkjukaffi og aðrar uppákomur
      • Hvenær og hvernig ætti að hafa náttúrutengda guðsþjónustu?
      • Ritningarstaðir tengdir náttúrunni
      • Bænir og blessunarorð
      • Ýmis handrit að athöfnum og guðsþjónustum
      • Fyrir barnastarfið
      • Fræðsluefni og hugmyndir
    • Guðfræði
  • Grænn söfnuður
    • Regnbogabæn á föstunni
    • Heimsmarkmiðin og kristin trú
    • Tímabil sköpunarverksins