Loftslagspílagrímar
  • Loftslagspílagrímar
    • Hvernig gerum við þetta
    • Skila kílómetrum
  • Handbók um umhverfisstarf
    • Umhverfisstefna og aðgerðaráætlun
    • Verkfæri fyrir kirkjur >
      • Hvað hafa kirkjur gert?
      • Græn skref Umhverfisstofnunar
      • Innkaup, neysla og sorp.
      • Kirkjukaffi og aðrar uppákomur
      • Hvenær og hvernig ætti að hafa náttúrutengda guðsþjónustu?
      • Ritningarstaðir tengdir náttúrunni
      • Bænir og blessunarorð
      • Ýmis handrit að athöfnum og guðsþjónustum
      • Fyrir barnastarfið
      • Fræðsluefni og hugmyndir
    • Guðfræði
  • Grænn söfnuður
    • Regnbogabæn á föstunni
    • Heimsmarkmiðin og kristin trú
    • Tímabil sköpunarverksins

Tímabil sköpunarverksins
​1. september - 4. október

Fyrsta september til fjórða október fagna kirkjur um allan heim Tímabili sköpunarverksins

Fyrir áratug síðan hóf Alkirkjuráðið að hvetja kirkjur til að beina sjónum sínum að náttúrunni í kringum þennan tíma. Í gegnum árin hafa sífellt fleiri kirkjur tekið þeirri hvatningu og er það nú orðið viðtekið í mörgum stórum kirkjudeildum um allan heim að tímabilið frá 1. september, sem er bænadagur náttúrunnar, og fram til 4. október, sem er helgidagur náttúrudýrðlingsins Frans frá Asíssí, sé tímabil sköpunarverksins í kirkjum heims. Á þessum tíma á kirkjan að sýna í orði og verki að boðskapur kristinnar trúar hafi margt að færa heimi sem glímir við loftsagsvá og vistkreppu.

Dagskrá þjóðkirkjunnar vegna tímabilsins 2019:
1. september: Útvarpsmessa með biskupi Íslands tengd tímabili sköpunarverksins. (Hér má hlusta á hana)
September: Nýr vefur grænnar kirkju kynntur
16. september: Klukkan 17. fer fram gjörningur í Skálholti sem  nefnist helgun lands. Eftir stutta helgiathöfn verður tekið til hendinni og gróðursettar plöntur. Tilgangurinn er að gefa söfnuðum og starfsstöðvum þjóðkirkjunnar tækifæri til
að kolefnisjafna starf sitt og sjá andlegu víddina í varðveislu lands og náttúru – að vera ráðsmenn sköpunarverksins. Á eftir verður hægt að kaupa súpu og brauð í Skálholtsskóla.
29. september verður svo útvarpað frá umhverfismessu í Hjallakirkju í Kópavogi þar sem Sindri Geir
Óskarsson guðfræðingur og meðlimur í umhverfishópi kirkjunnar prédikar.

Alþjóðleg málstefna verður svo haldin í Skálholti 8. -10. október um Trú og umhverfismál með aðkomu fólks úr ýmsum starfsstéttum víðs vegar að úr heiminum.

Gagnlegir tenglar

Samstarfsvefur um Tímabil sköpunarverksins
Vefur Alkirkjuráðsins um tímabilið
Vefsvæði kirkna í Ástralíu um tímabilið
Vefur Anglíkana um Tímabil sköpunarverksins
Lútherska heimssambandið um tímabilið
Picture

HVað getum við gert?

Yfir þetta tímabil ættu kirkjur landsins að skipuleggja helgihald sem tengist náttúrunni á einhverja vegu. Hægt væri að bjóða upp á útiguðsþjónustu, uppskerumessu eða fjalla sérstaklega um sköpunarverkið í prédikun og bænum. Söfnuðurinn gæti farið út að plokka eða tekið þátt í skógræktarverkefni. Við hvetjum ykkur til að skoða handbókina sem er hér á síðunni í leit að innblæstri.
Hér má finna tillögu að umhverfismessu og tvær tillögur að umhverfisræðum. Sr. Elínborg Sturludóttir tók saman.
tillaga_að_umhverfismessu-1.docx
File Size: 20 kb
File Type: docx
Download File

dæmi_um_umhverfisræðu-2.docx
File Size: 17 kb
File Type: docx
Download File

umhverfisræðaágúst_2019-1.docx
File Size: 26 kb
File Type: docx
Download File

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Loftslagspílagrímar
    • Hvernig gerum við þetta
    • Skila kílómetrum
  • Handbók um umhverfisstarf
    • Umhverfisstefna og aðgerðaráætlun
    • Verkfæri fyrir kirkjur >
      • Hvað hafa kirkjur gert?
      • Græn skref Umhverfisstofnunar
      • Innkaup, neysla og sorp.
      • Kirkjukaffi og aðrar uppákomur
      • Hvenær og hvernig ætti að hafa náttúrutengda guðsþjónustu?
      • Ritningarstaðir tengdir náttúrunni
      • Bænir og blessunarorð
      • Ýmis handrit að athöfnum og guðsþjónustum
      • Fyrir barnastarfið
      • Fræðsluefni og hugmyndir
    • Guðfræði
  • Grænn söfnuður
    • Regnbogabæn á föstunni
    • Heimsmarkmiðin og kristin trú
    • Tímabil sköpunarverksins