HANDBÓK UM UMHVERFISSTARF:Ýmis handrit að athöfnum og guðsþjónustum |
Ritúöl eru til að tengja okkur við Guð, Sköpunarverkið, okkur sjálf og náungann. |
Hér má finna nokkuð fjölbreytt úrval af guðsþjónustuformum, messuliðum og athöfnum sem flest eru hugsuð til notkunar utandyra. Skjölin hér að neðan eru öll opnanleg í helstu ritvinnsluforritum svo þið getið breytt og aðlagað að ykkar aðstæðum.
|
GæludýrablessunÁ sumardaginn fyrsta var boðið upp á gæludýrablessun í Guðríðarkirkju í nokkur ár. Formið var mjög einfalt, það var opið hús í nokkra tíma, til að dreifa heimsóknunum og koma í veg fyrir að stressa dýrin of mikið. Presturinn skrifaði niður nafn dýrs og eiganda, lagði hönd á höfuð dýrinu og sagði:
”Mönnum og dýrum bjargar þú Drottinn. Viltu blessa NN og fjölskyldu hennar og gefa henni gott líf. Amen” Fengið frá sr. Sigríði Guðmarsdóttur. Reiðhjólablessun
Græn í garði Guðs: altarisganga
Kvöldmessa: Fyrir lífið á jörðu Guðs
Þrjár útiguðsþjónustur
|
Þreytumst ekki að gera það sem gott er því að á sínum tíma munum við uppskera ef við gefumst ekki upp. - Galatabréfið 6.9 |