Loftslagspílagrímar
  • Loftslagspílagrímar
    • Hvernig gerum við þetta
    • Skila kílómetrum
  • Handbók um umhverfisstarf
    • Umhverfisstefna og aðgerðaráætlun
    • Verkfæri fyrir kirkjur >
      • Hvað hafa kirkjur gert?
      • Græn skref Umhverfisstofnunar
      • Innkaup, neysla og sorp.
      • Kirkjukaffi og aðrar uppákomur
      • Hvenær og hvernig ætti að hafa náttúrutengda guðsþjónustu?
      • Ritningarstaðir tengdir náttúrunni
      • Bænir og blessunarorð
      • Ýmis handrit að athöfnum og guðsþjónustum
      • Fyrir barnastarfið
      • Fræðsluefni og hugmyndir
    • Guðfræði
  • Grænn söfnuður
    • Regnbogabæn á föstunni
    • Heimsmarkmiðin og kristin trú
    • Tímabil sköpunarverksins
Umhverfisstefna & Aðgerðaráætlun

HANDBÓK UM UMHVERFISSTARF:

Ýmis handrit að athöfnum og guðsþjónustum

Verkfæri fyrir kirkjur
Guðfræði
​

Ritúöl eru til að tengja okkur við Guð, Sköpunarverkið, okkur sjálf og náungann.

Hér má finna nokkuð fjölbreytt úrval af guðsþjónustuformum, messuliðum og athöfnum sem flest eru hugsuð til notkunar utandyra. Skjölin hér að neðan eru öll opnanleg í helstu ritvinnsluforritum svo þið getið breytt og aðlagað að ykkar aðstæðum. 

Gæludýrablessun

Á sumardaginn fyrsta var boðið upp á gæludýrablessun í Guðríðarkirkju í nokkur ár. Formið var mjög einfalt, það var opið hús í nokkra tíma, til að dreifa heimsóknunum og koma í veg fyrir að stressa dýrin of mikið. Presturinn skrifaði niður nafn dýrs og eiganda, lagði hönd á höfuð dýrinu og sagði:

”Mönnum og dýrum bjargar þú Drottinn. Viltu blessa NN og fjölskyldu hennar og gefa henni gott líf. Amen”

Fengið frá sr. Sigríði Guðmarsdóttur.​

Reiðhjólablessun

Vorið er tíminn þegar við tökum hjólin okkar fram og njótum hreyfingar og útiveru í sátt og samlyndi við umhverfið. Götur, torg og skólalóðir fyllast líka af ungu hjólreiðafólki með marglita hjálma og skrautlega lása.
Ég tók saman stutta helgistund þar sem við nefnum hluti sem eru mikilvægir öllu hjólafólki. Fyrst kemur ritningarlestur – sem er svolítið flippaður, enda frá þeim magnaða spámanni og presti Esekíel, sem lifði á 6. öld fyrir Krist. Mér finnst hann passa vel í reiðhjólabæn þar sem hann fjallar um hjól og það er mikið líf í tuskunum. Svo kemur bæn sem er sett upp eins og almenn kirkjubæn í venjulegri messu, þar sem einn les og hinir svara. Að lokum fylgir blessun og smurning – því bæði fólk og hjól þurfa réttu olíuna til að ganga vel. 

Fengið frá sr. Kristínu Þórunni Tómasdóttur.
reiðhjólablessun.docx
File Size: 14 kb
File Type: docx
Download File


Græn í garði Guðs: altarisganga

Hér er form fyrir altarisgöngu sem er var skrifað til að nota í messu á Æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar. Þessi altarisganga gerir ekki kröfu um að vígð manneskja stjórni henni, heldur getur það verið unglingur eða leiðtogi í æskulýðsstarfinu.

Fengið frá Sr. Kristínu Þórunni Tómasdóttur
altarisganga_græn_i_garði_guðs.docx
File Size: 16 kb
File Type: docx
Download File


Kvöldmessa: Fyrir lífið á jörðu Guðs

Hægt er að velja þema fyrir kvöldið sem fær að skína í gegn í ritningarlestrum og hugvekju.
Hægt væri að vera með röð slíkra guðsþjónusta einn mánuð yfir sumarið og vera með nýtt þema hvern sunnudag t.d. vatn, neysla, skógar, friður. Þá er upplagt að safna fyrir góðu málefni sem tengist þema kvöldsins, t.d. ákveðnu verkefni hjá Hjálparstarfi kirkjunnar.

Fengið frá Grønn kirke í Noregi og heimfært
kvöldmessa.docx
File Size: 17 kb
File Type: docx
Download File


Picture

Þrjár útiguðsþjónustur

Hér til hliðar eru þrjú guðsþjónustuform sem henta fyrir útiguðsþjónustu, tillögur að lestrum og sálmum fylgja.
Græn messa: inniheldur bænir og texta  sem gefa mikið rými til að fjalla um loftslagsbreytingar, ábyrgð mannkyns, von og náð í prédikun dagsins.
​Útiguðsþjónusta: skapar rými til að hvíla í þökk til Guðs fyrir sköpunarverkið og minnir okkur á að ganga vel um Jörðina.
Fjallgönguguðsþjónusta: er viðburður sem er skemmtilegt að skipuleggja í samstarfi við gönguklúbb eða ungmennafélag.


græn_messa.docx
File Size: 16 kb
File Type: docx
Download File

Útiguðsþjónusta.docx
File Size: 17 kb
File Type: docx
Download File

fjallgönguguðsþjónusta.docx
File Size: 17 kb
File Type: docx
Download File


Þreytumst ekki að gera það sem gott er því að á sínum tíma munum við uppskera ef við gefumst ekki upp. - Galatabréfið 6.9​

Skoða næst:

Til baka í efnisyfirlit
​HVENÆR OG HVERNIG ÆTTI AÐ HAFA NÁTTÚRUTENGDA GUÐSÞJÓNUSTU?
Ritningarstaðir tengdir náttúrunni
Bænir og blessunarorð
Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Loftslagspílagrímar
    • Hvernig gerum við þetta
    • Skila kílómetrum
  • Handbók um umhverfisstarf
    • Umhverfisstefna og aðgerðaráætlun
    • Verkfæri fyrir kirkjur >
      • Hvað hafa kirkjur gert?
      • Græn skref Umhverfisstofnunar
      • Innkaup, neysla og sorp.
      • Kirkjukaffi og aðrar uppákomur
      • Hvenær og hvernig ætti að hafa náttúrutengda guðsþjónustu?
      • Ritningarstaðir tengdir náttúrunni
      • Bænir og blessunarorð
      • Ýmis handrit að athöfnum og guðsþjónustum
      • Fyrir barnastarfið
      • Fræðsluefni og hugmyndir
    • Guðfræði
  • Grænn söfnuður
    • Regnbogabæn á föstunni
    • Heimsmarkmiðin og kristin trú
    • Tímabil sköpunarverksins